Skip to content
Lög Samtaka Vefiðnaðarins
Branch: master
Clone or download
Fetching latest commit…
Cannot retrieve the latest commit at this time.
Permalink
Type Name Latest commit message Commit time
Failed to load latest commit information.
README.md Tillaga 1 May 29, 2018

README.md

Lög Samtaka Vefiðnaðarins

1. gr.

Félagið heitir Samtök vefiðnaðarins (e. The Icelandic Web Industry Association), skammstafað SVEF.

2. gr.

Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík

3. gr.

Tilgangur félagsins er að sameina alla sem vinna að vefmálum í víðum skilningi á Íslandi, hvetja þá til að miðla af þekkingu sinni og vera andlit stéttarinnar út á við.

4. gr.

Hlutverk félagsins er að

 • standa að Íslensku vefverðlaununum á ári hverju
 • skapa vettvang fyrir faglega umræðu, fróðleik og tengsl milli félagsmanna
 • standa að reglulegum viðburðum

5. gr.

Rétt til inngöngu í félagið hafa allir þeir sem starfa við eða hafa áhuga á vefiðnaðinum og tengdum greinum.

6. gr.

 • Stjórn félagsins skal skipuð 6 félagsmönnum.
 • Stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn og ganga úr stjórninni á víxl.
 • Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum til árs í senn og kýs formann, varaformann, ritara, gjaldkera og önnur embætti. Falli atkvæði jöfn á stjórnarfundum ræður atkvæði formanns. Framboð til stjórnar skulu sendar stjórninni eigi síðar en degi fyrir aðalfund.
 • Stjórnin ræður framkvæmdastjóra og hefur eftirlit með störfum hans. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á stjórnun félagsins, daglegum rekstri og eftirfylgni, þ.m.t. fjármálum gagnvart stjórn. Firmaritun félagsins er í höndum stjórnar.

7. gr.

Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins og skal hann haldinn eigi síðar en í maí ár hvert. Aðalfundur er löglegur sé boðað til hans með minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir sem eru skráðir í félagið og hafa greitt árgjald til félagsins. Hver atkvæðisbær félagsmaður hefur eitt atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum mála, nema annars sé getið í lögum félagsins.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
 2. Skýrsla stjórnar lögð fram
 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
 4. Lagabreytingar
 5. Ákvörðun félagsgjalds
 6. Kosning stjórnar
 7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
 8. Önnur mál

Boða skal til aukaaðalfundar svo fljótt sem auðið er ef meirihluti stjórnar eða a.m.k. fjórðungur félagsmanna fer fram á það skriflega og leggur fram tillögu að dagskrá.

Starfstímabil félagsins er milli aðalfunda og reikningsár er almanaksárið. Skýrsla stjórnar skal gera upp árangur liðins starfstímabils.

8. gr.

Lögum félagsins má breyta á aðalfundi eða aukaaðalfundi með samþykki 2/3 hluta atkvæða. Tillögur til lagabreytinga skulu liggja fyrir til skoðunar fyrir félagsmenn áður en aðalfundur er haldinn.

9. gr.

Árgjald félagsins er ákvarðað á aðalfundi að tillögu stjórnar, það skal vera hóflegt og innheimt árlega.

10. gr.

Rekstarafgangi félagsins skal varið til að efla starfsemi félagsins.

11. gr.

Komi fram tillaga um slit félagsins, þarf sú tillaga samþykki 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna. Þó fæst hún eigi afgreidd nema a.m.k. fimmtungur félagsmanna mæti til aðalfundar. Ef ekki næst tilskilin fundarsókn skal boða til framhaldsaðalfundar um tillöguna innan mánaðar. Sá fundur getur afgreitt tillöguna án tillits til fjölda fundarmanna.

Verði félagið lagt niður skal á sama fundi ráðstafa eignum þess í samræmi við tilgang og/eða hlutverk félagsins. Félagsmenn eiga ekki tilkall til eigna félagsins.

You can’t perform that action at this time.